Fundu falda milljarða í Vatíkaninu

Frá Vatikaninu.
Frá Vatikaninu. AFP

Kardinálinn George Pell, sem nýlega var fenginn til þess að stjórna fjármálaskrifstofu Vatíkansins eftir að mikil óreiða hafði komið í ljós í fjármunum ríkisins, segir að fjárhagsleg staða Vatíkansins sé betri en búist var við, vegna þess að nokkur hundruð milljónir evra hafi verið geymdar á leynilegum reikningum sem ekki komu fram í bókhaldi ríkisins. 

Pell fluttist til Vatíkansins frá Ástralíu til þess að taka við starfinu á þessu ári. Í langri grein í Catholic Herald lýsir hann fjárhagsstöðu ríkisins. „Það er mikilvægt að það komi fram að ríkið er ekki nálægt gjaldþroti,“ skrifar Pell.

Hann gefur ekki upp hvernig peningarnir fundust en segir að margar stofnanir Vatíkansins hafi haft mikið sjálfstæði þegar kemur að fjármálum.

Í New York Times er fjallað um peningafundinn og segir þar að fundurinn bendi til þess að bókhald Vatíkansins sé ekki upp á marga fiska. 

Nú er ætlunin að breyta þessu, að sögn Pells. Héðan í frá verður bókhald fært í samræmi við lög og endurskoðendur fengnir til þess að sjá til þess að reglum sé fylgt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK