Fjárfestingabankinn hefur gefið út spá sína fyrir þróun olíuverðs í heiminum á komandi árum. Spáir bankinn því að botninum sé ekki náð, þrátt fyrir mikla lækkun á undanförnum mánuðum. Lægst muni verðið verða 57 dollarar á tunnuna einhvern tímann á öðrum ársfjórðungi næsta árs.
Margir hafa verið órólegir vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu á undanförnum mánuðum, sérstaklega eftir að OPEC-löndin ákváðu nú í lok nóvember að minnka ekki framleiðslu sína, þvert á spár margra. Er olíuverðið núna í kringum 67 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra í fimm ár.
Þróunin samkvæmt spám Morgans Stanleys verður á þessa leið:
Sjá frétt Dagens Næringsliv