Rætt um 25-40% útgönguskatt

mbl.is

Rætt var um að setja 25-40% útgönguskatt á greiðslur til kröfuhafa gömlu bankanna út fyrir fjármagnshöftin á fundi fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka Íslands og Alþingis sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar.

Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að rætt væri um 35% útgönguskatt. Bloomberg segir að ekki hafi endanlega verið ákveðið hvort settur verði á útgönguskattur og sá möguleiki sé á borðinu að gera það ekki. Rætt hefur verið um að slíkur skattur kunni að skila ríkissjóði hundruðum milljarða króna.

Fulltrúar stjórnvalda munu síðan funda á morgun með fulltrúum kröfuhafa bankanna. Komi til þess að settur verði á útgönguskattur mun hann ná til allra þeirra sem vilja fara með fjármagn út fyrir höftin segir í frétt Bloomberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK