Stórt gjaldþrot félags Kalla í Pelsinum

Karl Steingrímsson ásamt eiginkonu sinni, Ester Ólafsdóttur.
Karl Steingrímsson ásamt eiginkonu sinni, Ester Ólafsdóttur. Eggert Jóhannesson

Skipt­um á fé­lag­inu Vindasúl­um ehf., í eigu Karls Stein­gríms­son­ar, eða Kalla í Pels­in­um, var lokið þann 28. nóv­em­ber sl. Al­menn­ar kröf­ur í búið námu tæp­lega 1,3 millj­arði króna.

Við skipt­in feng­ust um 657 millj­ón­ir króna greidd­ar upp í veðkröf­ur en um 297 millj­ón­ir upp í al­menn­ar kröf­ur, eða um 22,9 pró­sent. Þetta kem­ur fram í Lög­birt­ing­ar­blaðinu í dag. Skipt­in hafa tekið tæp þrjú ár en búið var tekið til gjaldþrota­skipta þann 25. janú­ar 2011. 

Fé­lagið hélt utan um átta fast­eign­ir í lok árs 2008 en sam­kvæmt Viðskipta­blaðinu stofnaði Karl nokk­ur ný fé­lög á ár­inu 2009 og færði eign­ir yfir í þau ásamt skuld­um með veði í þeim. Þannig var fast­eign að Sunda­görðum 2 færð inn í fé­lagið Sundafa­st­eign ehf., Aust­ur­veg­ur 1-5 færður inn í Kjarnafa­st­eign ehf. og jörðin Kolla­fjarðarnes færð inn í fé­lagið Koll­ur-2009 ehf. Þá voru öll fé­lög­in rek­in með tapi á fyrsta starfs­ári sínu árið 2009 og nam það á bil­inu 68 til 262 millj­ón­um króna. 


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK