Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að taka allt að 300 milljóna króna lán hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Lánið er tekið til að endurfjármagna annað lán sem sveitarfélagið tók hjá kaupfélaginu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs, segir það lán hafa verið tekið þegar ráðist var í framkvæmdir við Árskóla á Sauðárkróki og aukið við kennslurými.