Arðgreiðsla Landsbankans skiptir mestu

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Á 3. ársfjórðungi 2014 var afkoma hins opinbera jákvæð um 0,3 milljarða króna, eða 0,1% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Heildartekjur hins opinbera jukust um 4,9% milli 3. ársfjórðungs 2013 og 2014. Á móti jukust heildarútgjöldin um 5,0%. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 15,5 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins og nam tekjuafgangurinn 1,1% af landsframleiðslu tímabilsins. Á tímabilinu jukust tekjur um 9,7% en útgjöld um 4,2%. Þetta er mun betri afkoma en sama tímabil árið 2013 þegar það var tekjuhalli upp á 16,8 milljarða króna. Umskiptin skýrast aðallega af 19,6 milljarða arðgreiðslu Landsbankans til stærsta eiganda síns, ríkissjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK