Skref í átt að losun hafta

Lee Buchheit, helsti ráðgjafi stjórnvalda um losun haftanna, tekur við …
Lee Buchheit, helsti ráðgjafi stjórnvalda um losun haftanna, tekur við athugasemdum slitastjórnanna á fundi á Grand Hótel í dag. Kristinn Ingvarsson

Áætlanir er tengjast losun fjármagnshaftanna verða ekki kynntar fyrir slitastjórnum föllnu viðskiptabankanna á fundinum sem fer fram á eftir samkvæmt heimildum mbl.is. Fundurinn er haldinn að beiðni kröfuhafa og slitastjórna þar sem þeim mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. 

Á fundinum munu Glenn Kim, formaður framkvæmdastjórnar um losun fjármagnshafta, og Lee Buchheit, fyrir hönd lögfræðistofunnar Cleary Gottlieb Steen & Hamilton, einn helsti ráðgjafi stjórnvalda um losun haftanna, taka við athugasemdum slitastjórnanna sem hægt verður að taka mið af við frekari vinnu haftahópsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er áætlað að halda samskonar fund með fulltrúum lífeyrissjóðanna á næstunni. Eru þetta markviss skref í átt að því að hægt verði að kynna áætlanir um losun fjármagnshaftanna.

35% útgönguskattur

Morgunblaðið hefur áður greint frá fyrrnefndum áætlunum sem annars vegar felast í svokölluðum flötum útgönguskatti og hins vegar því að eigendur aflandskróna verði knúnir til að skipta eignum sínum yfir í skuldabréf

Í tillögum framkvæmdastjórnarinnar er meðal annars lagt til að sett verði sérstakt útgöngugjald á allar útgreiðslur til erlendra aðila út fyrir fjármagnshöft. Rétt eins og greint var frá í Morgunblaðinu 18. október sl. þá hafa tillögurnar gert ráð fyrir því að skatturinn verði 35%. Slíkt gjald, sem er sett til að tryggja jafnræði við losun hafta, myndi gilda um allar greiðslur búanna úr landi til erlendra kröfuhafa. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort greiðslurnar verði framkvæmdar í erlendum gjaldeyri eða krónum enda séu allar greiðslur til erlendra aðila háðar takmörkunum vegna fjármagnshafta. Ljóst er að slitabúin gætu að óbreyttu þurft að greiða mörg hundruð milljarða í sérstakan skatt til ríkisins.

Þvingaðir til að skipta yfir í skuldabréf

Tillögurnar miða að losun hafta, óháð því hvort slitabúin koma fram með hugmyndir sem samrýmast þeim sjónarmiðum að leysa þurfi málið með heildstæðum hætti. Fyrstu skrefin lúta að aðgerðum til að taka á aflandskrónuvandanum – um 300 milljarðar – og tilslökunum fyrir beinar erlendar fjárfestingar innlendra aðila úr landi og lengri tíma fjárfestingar í erlendum verðbréfum. Vinnuheiti þessarar áætlunar stjórnvalda er Project Slack.

Útgöngugjaldið mun þannig einnig ná til aflandskróna í eigu erlendra aðila eftir að þeir verða „þvingaðir“ til að skipta á krónueignum sínum á afslætti yfir í skuldabréf í erlendri mynt til meira en 30 ára.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður sitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður sitastjórnar Glitnis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK