Margir vilja spreyta sig á hótelrekstri

Að Grensásvegi 16a voru höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands, nú eru áform …
Að Grensásvegi 16a voru höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands, nú eru áform um að þar verði hótel. mbl.is/Ómar Óskarsson

Byggingafulltrúanum í Reykjavík hafa það sem af er ári borist tæplega 40 fyrirspurnir um leyfi til að breyta húsnæði þannig að það henti undir rekstur gististaða.

Fyrirspurnirnar varða allt frá smæstu gististöðum og upp í 93 herbergja hótel, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Fjöldi fyrirhugaðra gistirúma er aðeins gefinn upp í hluta fyrirspurna og er uppgefinn fjöldi ríflega 700. Um 500 þessara gistirúma eru á þremur stöðum og eru framkvæmdir þar ýmist hafnar eða að hefjast. Óvíst er hvort sum smærri verkefnin verða að veruleika en sjö af alls 37 fyrirspurnum var synjað. Aðeins 38 af áðurnefndum 700 gistirúmum tengjast verkefnum sem var synjað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK