Búið að greiða 85% af Icesave skuldinni

Er ekki langt síðan lesendur hafa séð þennan?
Er ekki langt síðan lesendur hafa séð þennan? mbl.is/Ómar Óskarsson

Gamli Lands­bank­inn (LBI) hef­ur greitt breska rík­inu 1,36 millj­arða punda, rúma 268 millj­arða króna, af Ices­a­ve skuld bank­ans við breska skatt­greiðend­ur sem áttu Ices­a­ve-reikn­inga hjá bank­an­um. Um er að ræða 85% af því fé sem breska ríkið greiddi þeim hundruðum þúsunda Breta sem glötuðu sparnaði sín­um við hrun bank­ans. 

Í frétt Tel­egraph um málið í gær kem­ur fram að fjár­málaráðherra Bret­lands, Al­ista­ir Darling, hafi í kjöl­far þess að ís­lenska ríkið neitaði að greiða bæt­ur til þeirra 230 þúsund Breta sem áttu fé inn á Ices­a­ve-reikn­ing­um, neyðst til þess að greiða 4,5 millj­arða punda úr op­in­ber­um sjóðum í Bretlandi til þeirra sem áttu fé inni á Ices­a­ve-reikn­ing­um. Með þessu hafi verið hægt að koma í veg fyr­ir hrun fleiri banka í Bretlandi.

Greiðslan nú, upp á 1,36 millj­arð punda, er sú síðasta af fimm sem LBI greiðir til breska rík­is­ins og hef­ur breska ríkið nú end­ur­heimt 3,82 millj­arða frá þrota­búi Lands­bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK