Hyggjast fljúga á milli Grænlands og Kanada

Þota Greenland Express.
Þota Greenland Express.

Flugfélagið Greenland Express hyggst hefja farþegaflug á milli Kanada og Danmerkur með viðkomu á Grænlandi. Mikil eftirspurn er eftir flugferðum á milli Norður-Ameríku og Grænlands og er þetta viðleitni flugfélagsins til að anna henni. Ekkert flugfélag flýgur í dag beint á milli Norður-Ameríku og Grænlands.

Þetta kemur fram á flugfréttavefnum Allt um flug. Þar er rætt við Einar Aðalsteinsson, hjá Greenland Express, sem segir að einnig sé verið að skoða aðra áfangastaði í Evrópu en mikill áhugi sé fyrir tengingunni við Grænland frá báðum heimsálfum. „Með því að taka inn nýjar og langdrægari vélar þá opnast möguleiki á því að stækka mikið okkar markaðssvæði,“ segir Einar en félagið er á lokastigum samningagerðar vegna leigu á tveimur Airbus A319 farþegaþotum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK