Kokteilar og athvarf í skammdeginu

Bar Ananas er nýr skemmtistaður með suðrænu ívafi. Staðurinn opnaði á Klapparstíg í nóvember en þar má finna sand meðfram veggjum, blómaskreytingar í lofti og ananas í einhverri mynd í flestum hornum. 

Sumarlegir kokteilar rjúka út á staðnum þar sem þeir sem hrekjast inn úr kuldanum leitast eftir að að svífa um á bleiku skýi - beint á næstu sólarströnd. 

Skugga Guðlaugsdóttir, starfsmaður á barnum, segir bjartsýnina í eigandanum, Jóel Briem, hafa verið upphafið að staðnum. Hann hafi verið orðinn þreyttur á skammdeginu og langað í sólina. „Hann hugsaði þá um ananas og út frá því kom strandarþemað. Ananas er flottur ávöxtur,“ segir Skugga.

Hún segir viðtökurnar hafa verið vonum framar og svo virðist sem margir séu sammála Jóel og hafi beðið eftir athvarfi sem þessu í skammdeginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK