Stærsti sigur íslenskrar verslunar

Raftæki eiga að lækka í verði þegar almenn vörugjöld verða …
Raftæki eiga að lækka í verði þegar almenn vörugjöld verða afnumin þann 1. janúar nk. Ernir Eyjólfsson

Stærsti sigur íslenskrar verslunar um langa hríð vannst með samþykkt Alþingis á lögum sem afnema almenn vörugjöld í heild sinni en neikvæða hliðin er hve skammur tími er til stefnu þar sem breytingarnar taka gildi þann 1. janúar n.k. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu. Þá segir að samtökin hafi þegar sent aðildarfyrirtækjum sínum lista, eftir tollskrárnúmerum, yfir þær vörur sem niðurfelling vörugjalda nær til. Vonast samtökin til þess að sá listi geri aðildarfyrirtækjum sínum auðveldara en ella við að framkvæma breytingarnar.

Öll einkenni slæmrar skattheimtu

Þá segir að vörugjöld hafi öll einkenni slæmrar skattheimtu; þau mismuni vörum, séu ógagnsæ og óskilvirk og raski samkeppnisstöðu gagnvart erlendri samkeppni auk þess að vera kostnaðarsöm í framkvæmd. „Það blandast engum hugur um að breyting þessi mun hafa mjög jákvæð áhrif  fyrir verslunina í heild sinni, enda verið að fella niður há gjöld á stóra vöruflokka. Eins og kunnugt er hafa vöruflokkar á borð við matvæli ýmiskonar, bílavarahluti, byggingarefni og stærri raftæki, borið vörugjöld.“

Samtökin telja breytingar á virðisaukaskattkerfinu þar sem efra þrep lækkar úr 25,5% í 24% og neðra þrepið hækkar úr 7% í 11% vera í anda þess sem samtökin hafa talað fyrir á undanförnum árum, enda hafi mikið bil milli skattþrepa lengi sætt gagnrýni innan atvinnulífsins auk þess að hafa hlotið gagnrýni frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Afnám vörugjalda er stærsti sigur íslenskrar verslunar í langa hríð …
Afnám vörugjalda er stærsti sigur íslenskrar verslunar í langa hríð að sögn Samtaka verslunar og þjónustu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK