Eftirspurn eftir flugi á jóladag virðist mun minni á Íslandi en í Sviss ef litið er til mismunar á fargjaldi í einu vélina sem lendir í Keflavík á jóladag. Í dag þarf til að greiða tæpar 33 þúsund krónur fyrir flugmiða frá Genf til Keflavíkur þann 25. desember en farmiðinn héðan, þennan sama dag, er á um 12 þúsund krónur. Þeir sem vilja innrita farangur borga aukalega fyrir þá þjónustu hjá easyJet.
Þetta kemur fram í frétt Túrista. Flugstöðinni verður haldið opinni fyrir þessa einu vél sem lendir um klukkan 16 og fer aftur um klukkan 17.Starfsfólk flugvallarins verður ræst út og ætlast Isavia til þess að verslanir séu opnar við allar brottfarir. Þá bjóða bæði Airport Express og Flugrútan upp á ferðir til og frá flugstöðinni í tengslum við þetta eina flug.
Útlit er því fyrir að það heldur fáir viðskiptavinir verði í verslununum og á veitingastöðunum í brottfararsal flugstöðvarinnar á jóladag en að öllu fleiri farþegar verði að koma til landsins. Bæði Airport Express og Flugrútan bjóða upp á ferðir til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í tengslum við þetta eina flug.
Millilandaflug frá Keflavík hefur hingað til legið niðri á jóladag.