Hagfræðideild Landsbankans varar við útgjaldaaukningu og skuldasöfnun ríkissjóðs á næsta ári. Deildin segir að miðað við núverandi aðstæður, sé veruleg hætta á því að afkoma næsta árs verði neikvæð. Því sé þörf á að grynnka skuldir og auka afgang á fjárlögum.
,,Árið 2014 er mjög afbrigðilegt,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur við hagfræðideild Landsbankans, í fréttaskýringu um þetta efni í Morgumnblaðinu í dag.
,,Segja má að árið 2013 hafi verið eðlilegt þar til ríkisreikningurinn kom í júlí á þessu ári. Þá kom til 25 milljarða eignaaukning í Landsbankanum, sem er tekjufærð inn í fjármál ríkisins. Það hafði þær afleiðingar að árið 2013 kom út á núlli. Hefði ekki verið fyrir þessa eignaaukningu, hefði verið 25 milljarða króna halli á fjárlögum í fyrra.“