Metatvinnuleysi í Frakklandi

Forseti Frakklands, Francois Hollande.
Forseti Frakklands, Francois Hollande. AFP

Tæp­lega 3,5 millj­ón­ir manna eru án at­vinnu í Frakklandi sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um sem birt­ar voru í gær en þær miðast við nóv­em­ber. Miðað er við þá sem þiggja at­vinnu­leys­is­bæt­ur.

Fram kem­ur í frétt AFP að at­vinnu­laus­um hafi fjölgað um 27.400 manns frá októ­ber eða um 0,8%. Sé miðað við nóv­em­ber í fyrra hef­ur at­vinnu­leysið auk­ist um 5,8%. At­vinnu­leysi í land­inu hef­ur ekki mælst jafn hátt áður seg­ir í frétt­inni.

Minna at­vinnu­leysi hef­ur verið eitt af helstu stefnu­mál­um Franco­is Hollande, for­seta Frakk­lands, en þrátt fyr­ir að kjör­tíma­bil hans sé rúm­lega hálfnað hef­ur það ekki tek­ist. Fram kem­ur í frétt­inni að for­senda þess að at­vinnu­leysi minnki sé hag­vöxt­ur upp á 1,5% í það minnsta en vöxt­ur í frönsku efna­hags­lífi sé hins veg­ar varla merkj­an­leg­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK