21 milljarða gjaldþrot hjá Jakobi

Frá Bolungarvíkurhöfn. Félagið hélt utan um útgerð Jakobs Valgeirs Flosasonar …
Frá Bolungarvíkurhöfn. Félagið hélt utan um útgerð Jakobs Valgeirs Flosasonar og Flosa Valgeirs Jakobssonar í Bolungarvík. Af vef Bæjarins besta

Rúmum 21 milljarði króna var lýst í þrotabú eignarhaldsfélagsins S44., sem áður hér JV ehf. Félagið hélt utan um útgerð feðganna Jakobs Valgeirs Flosasonar og Flosa Valgeirs Jakobssonar.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í september 2012 en hætti rekstri í janúar 2009 og voru bæði skip og aflaheimildir seldar úr félaginu yfir í annað félag í eigu Jakobs Valgeirs.

Alls fengust greiddar um 97 milljónir króna upp í kröfur við skiptin sem var lokið þann 17. nóvember sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

31,8 milljarða skuldbindingar

Jakob Valgeir tengist nokkrum málum sem urðu til í kjölfar bankahrunsins en samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis námu áhættuskuldbindingar Jakobs Valgeirs ehf. og tengdra félaga um 31,8 milljarði króna í október 2008.

Jakob Valgeir var þá meðal annars eigandi og stjórnarformaður félagsins Stím, sem Glitnir lánaði 19,6 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum bankans. Sérstakur saksóknari hefur haft málefni félagsins til rannsóknar frá árinu 2009 en í febrúar voru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir vegna hlutdeildar sinnar í málinu. 

Skipt­um á Stím ehf. var lokið í september 2013 og feng­ust greidd­ar 15,2 millj­ón­ir upp í 24 millj­arða kröf­ur. Þá átti Jakob Valgeir einnig félagið Ofjarl ehf. en skiptum á því var lokið í nóvember á síðasta ári þar sem um 40 milljónir fengust greiddar upp í 2 milljarða króna kröfur.

Jakob Valgeir Flosason
Jakob Valgeir Flosason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK