Lágmarkskrafa að njóta ævikvöldsins

Helgi óskar eftir mannsæmandi húsnæði fyrir aldraða.
Helgi óskar eftir mannsæmandi húsnæði fyrir aldraða. Samsett mynd

Helgi Vil­hjálms­son, bet­ur þekkt­ur sem Helgi í Góu, birti heilsíðuaug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu í dag þar sem hann ósk­ar eft­ir líf­eyr­is­sjóði sem er til­bú­inn til að fjár­festa í bygg­ingu mann­sæm­andi hús­næðis fyr­ir aldraða. „Hús­næði þar sem eldri borg­ar­ar geta notið ævikvölds­ins í stað þess að vera bara núm­er á blaði,“ seg­ir í aug­lýs­ing­unni.

Í sam­tali við mbl seg­ir Helgi það vera lág­marks­kröfu að fólk hafi aðgang að sinni eig­in snyrt­ingu þegar komið sé á efri ald­ur. „Við eig­um nóg af pen­ing­um í líf­eyr­is­sjóðunum þannig að ég er ekk­ert að biðja um að ein­hver ann­ar borgi fyr­ir þetta,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að gert sé ráð fyr­ir að eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna nemi um 2.800 millj­örðum í lok árs­ins. „Það er lág­marks­krafa að fólk eigi kost á sm­ánæði eft­ir ára­tuga­langa veru á þessu landi,“ seg­ir hann. 

Hann seg­ir hús­næðið hvorki þurfa að vera stórt né íburðar­mikið til að upp­fylla sann­gjarn­ar kröf­ur um þæg­indi og einka­líf. Þá bend­ir hann á að líf­eyr­is­sjóðum hafi verið heim­ilt að fjár­festa í íbúðar­hús­næði frá ár­inu 2011 en þrátt fyr­ir það hafi eng­inn sjóður fjár­fest í hús­næði fyr­ir aldraða „þó ekki þyrfti nema brota­brot af tekj­um þeirra til að byggja 50 íbúðir á ári“. 

Vanda­mál sem er hægt að leysa

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi vek­ur at­hygli á mál­inu en á síðasta ári birti hann einnig aug­lýs­ing­ar í blöðum um sama efni. Aðspurður um viðbrögð við fyrri aug­lýs­ing­um seg­ir hann for­svars­menn líf­eyr­is­sjóðanna hafa sakað hann um að vera að aug­lýsa nammið sitt í kring­um jól og páska. Því hafi hann passað sig á að birta aug­lýs­ing­una eft­ir jól. „Mig lang­ar að heyra hvað þeir segja núna,“ seg­ir hann glett­inn.

„Pabbi minn tók upp á því að lifa í 25 ár eft­ir sjö­tugt og þegar ég var að heim­sækja hann kviknaði á per­unni; að ég yrði ein­hvern tím­ann gam­all og að þá yrði nú gott að geta fengið sér kaffi­bolla í næði og átt rauðvín inni í skáp ef ein­hver kæmi í heim­sókn,“ seg­ir hann. „Flest­ir gleyma þessu vanda­máli þar til þeir þurfa að tak­ast á við það og fara að leita að plássi sem ein­fald­lega er ekki til. Ég er bara að benda á að það sé hægt að leysa þetta án þess að allt fari á hliðina og ein­falt er að gera það hjá líf­eyr­is­sjóðunum,“ seg­ir Helgi.

Helgi safn­ar nú und­ir­skrift­um á síðunni okk­ar­sjod­ir.is en í janú­ar mun hann kynna fjölda und­ir­skrifta og ræða við stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðanna.

Auglýsingin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Aug­lýs­ing­in birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK