Kærir forstjóra Revlon fyrir gyðingahatur

Lorenzo Delpani, forstjóri Revlon.
Lorenzo Delpani, forstjóri Revlon.

Fyrrum starfsmaður snyrtivörufyrirtækisins Revlon hefur kært forstjóra þess fyrir að hafa mismunað sér á grundvelli trúarbragða auk þess sem hann telur að ómálefnalegar ástæður hafi verið fyrir uppsögn sinni. Hann segist hafa verið rekinn eftir að hafa vakið athygli á öryggisvandamálum innan fyrirtækisins.

Starfsmaðurinn, Alan Meyers, segir forstjórann, Lorenzo Delpani, hafa sakað sig um ljúga til um öryggisbresti innan fyrirtækisins. Meyers var ráðinn til Revlon á árinu 2010 og var yfir vísindadeild fyrirtækisins. Hann segir hinn ítalska Delpani hafa níðst á sér fyrir framan aðra starfsmenn vegna þess að hann væri bæði gyðingur og Bandaríkjamaður.

Í yfirlýsingu frá Revlon segir hins vegar að lögsóknin sé algjörlega tilhæfulaus og að Meyers hafi margoft sýnt dómgreindarskort í starfi.

Meyers segir Delpani hafa sagt Bandaríkjamenn vera smáborgara og skítuga. Þá sagði hann það koma sér á óvart hversu fáir gyðingar væru í yfirmannastöðum innan fyrirtækisins þar sem „gyðingar stæðu alltaf saman“ en stærsti hluthafi fyrirtækisins er gyðingur.

Huffington Post greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK