Klappir kaupa lóðina að Hafnarstræti 80

Lóðin að Hafnarstræti 80 á Akureyri.
Lóðin að Hafnarstræti 80 á Akureyri. Vikudagur/Karl Eskill

Fasteignafélagið Klappir sem er dótturfélag KEA hefur keypt allt hlutafé í Norðurbrú ehf. en það félag á lóðina að Hafnarstræti 80 á Akureyri. Norðurbrú sem hefur verið í meirihlutaeigu fjárfesta af höfuðborgarsvæðinu hefur um nokkurt skeið haft uppi  áform um að reisa rúmlega 100 herbergja hótel á áðurnefndri lóð. Þetta kemur fram á heimasíðu KEA.

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA segir í fréttinni að áform Norðurbrúar verði óbreytt, þ.e.a.s. stefnt er að uppbyggingu 100 herbergja heilsárshótels á Umferðarmiðstöðvarreitnum svokallaða. Dótturfélag KEA hefur nú tekið við keflinu af fyrri eigendum sem hefur gengið erfiðlega að fullfjármagna uppbyggingaráformin, segir í fréttinni og ennfremur segir: „Það ætti ekki að vera hindrun hvað KEA varðar, þ.e.a.s að leggja tilheyrandi eigið fé til verkefnisins ef af því verður.“

Halldór telur að áframhaldandi vöxtur ferðaþjónustunnar kalli á aukið framboð gistirýmis á Akureyri á næstu árum og því þurfi að mæta.  „Þetta er mjög vel staðsett lóð með frábæru útsýni og hentar því vel fyrir ferðamannatengda starfsemi.  Við kortleggjum betur þessi áform næstu vikurnar og snemma í vor ætti að liggja fyrir endanleg ákvörðun um verkefnið en ætla má að heildarfjárfesting í fullbúnu hóteli af þessari stærð geti numið 1,5-1,7 milljarði króna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK