Vinnumarkaðurinn skreppur saman

Þróunin mun hamla hagvexti hér á landi innan nokkurra ára …
Þróunin mun hamla hagvexti hér á landi innan nokkurra ára verði ekkert að gert. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Viðvör­un­ar­ljós loga á ís­lensk­um vinnu­markaði þar sem út­lit er fyr­ir að vinnu­markaður­inn fari að skreppa sam­an eft­ir um ára­tug og þar af leiðandi verður erfiðara að manna hag­vöxt í land­inu. Ástæðan er hækk­andi meðal­ald­ur þjóðar­inn­ar og mik­il ör­orku­byrði.

Þetta sagði Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á há­deg­is­fundi um horf­ur í efna­hags­mál­um á ár­inu 2015.

Hann seg­ir hlut­fall fólks á Íslandi sem horfið hef­ur af vinnu­markaði sök­um ör­orku vera á meðal þess hæsta sem þekk­ist en níu pró­sent þjóðar­inn­ar eru í dag ör­orkuþegar. Hlut­fallið hef­ur farið hratt vax­andi á liðnum árum en á ár­inu 1986 voru um 3,5 pró­sent þjóðar­inn­ar ör­orkuþegar.

Fjár­fram­lög rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóða í ör­orku­byrði hafa þá tvö­fald­ast á und­an­förn­um árum og nema um 50 millj­örðum á ári. Er það með allra hæstu út­gjöld­um sem þekk­ist eða um 2,7 pró­sent lands­fram­leiðslunn­ar.

Starf­send­ur­hæf­ing besta sparnaðar­tækið

Þrátt fyr­ir þetta verja stjórn­völd nær engu til starf­send­ur­hæf­ing­ar á meðan öll önn­ur ríki verja meiru. 

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins standa að starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðnum VIRK ásamt Sam­tök­um launa­fólks og ríki og sveit­ar­fé­lög­um en hlut­verk sjóðsins er að stuðla að end­ur­hæf­ingu og at­vinnuþátt­töku fólks í kjöl­far veik­inda eða slysa. Fram­lag rík­is­ins til sjóðsins átti að nema um 1.100 millj­örðum króna á næsta ári en hins veg­ar var hon­um ein­ung­is út­hlutað 200 millj­ón­um í fjár­lög­um. Nefna má að sam­kvæmt út­tekt sem Talna­könn­un gerði að beiðni sjóðsins varð um 10 millj­arða ávinn­ing­ur af starf­semi sjóðsins á síðasta ári. Hann skipt­ist milli rík­is­ins, Trygg­inga­stofn­un­ar og líf­eyr­is­sjóðanna að ótöld­um ávinn­ingi þeirra sem sneru aft­ur til vinnu eft­ir end­ur­hæf­ingu.

Þor­steinn seg­ir auk­in fram­lög til starf­send­ur­hæf­ing­ar vera öfl­ug­asta sparnaðar­tækið í þess­um efn­um. „Það er mikið vanda­mál að lenda á ör­orku­bót­um og starf­send­ur­hæf­ing er bæði mik­il­væg fyr­ir þjóðfé­lagið og ör­orkuþega,“ seg­ir Þor­steinn.

Þyngri byrðar á vinnu­markaðinn

Auk þess sem ör­orkuþegum hef­ur fjölgað eld­ist þjóðin hratt og Íslend­ing­ar fædd­ir í dag geta vænst þess að ná ríf­lega 80 ára aldri. Áætlað er að í lok ald­ar­inn­ar verði lífs­lík­urn­ar orðnar meira en níu­tíu ár. Þor­steinn seg­ir nauðsyn­legt að grípa til aðgerða og nefn­ir til dæm­is að hækka líf­eyris­ald­ur í sjö­tíu ár og stytta fram­halds­skóla­nám um tvö ár til þess að ná fólki fyrr út á vinnu­markaðinn. 

Frá og með ár­inu 2020 mun fækka á vinnu­markaði þrátt fyr­ir að gert sé ráð fyr­ir 500 til 800 aðflutt­um um­fram brott­flutta á tíma­bil­inu. „Byrðar vel­ferðar­kerf­is­ins verða mun þyngri að bera og við þurf­um að grípa til aðgerða. Þessi þróun mun að óbreyttu hamla hag­vexti hér á landi,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son. 

Þjóðin eldist hratt og þarft er að hækka eftirlaunaaldur að …
Þjóðin eld­ist hratt og þarft er að hækka eft­ir­launa­ald­ur að sögn Þor­steins. Morg­un­blaðið/Ó​mar
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þor­steinn Víg­lunds­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK