43,9% ítalskra ungmenna án vinnu

Wikipedia/Andrea Pavanello

At­vinnu­leysi á Ítal­íu hef­ur náð nýj­um hæðum sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um sem birt­ar voru í dag en at­vinnu­leysið mæld­ist 13,4% í nóv­em­ber sem var aukn­ing um 0,2% frá í októ­ber. 

At­vinnu­leysi á meðal ung­menna er einnig hærra en það hef­ur verið áður og mæl­ist nú 43,9%. Jókst það um 0,6% frá októ­ber og 2,4% miðað við nóv­em­ber 2013.

Fram kem­ur í frétt AFP að þetta séu slæm­ar frétt­ir fyr­ir stjórn­völd á Ítal­íu sem reyni að koma land­inu upp úr verstu efna­hags­lægð sem það hafi lent í frá síðari heims­styrj­öld­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK