Kaffibollinn hækkaður í 620 krónur

Á kvittuninni má sjá að tvöfaldur Latte kostar í dag …
Á kvittuninni má sjá að tvöfaldur Latte kostar í dag 620 krónur en á drykkjarseðlinum á myndinni til hægri, sem er frá því í nóvember, kostar sami drykkur 595 krónur. Myndir af Facebook síðu Örnu Schram og Facebook síðuTe og kaffi

Verð á tvöföldum Latte hjá kaffihúsinu Te og kaffi kostar nú 620 krónur en fyrir áramót kostaði sami bolli 595 krónur.

Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te og kaffi, segir hækkunina mega rekja til hækkunar á lægra þrepi virðisaukaskatts um fjögur prósent - úr 7% í 11%.

Ef nákvæmlega væri farið eftir þeirri hækkun yrði verðið þó nær 618 krónum en Halldór segir verð á öllum vörum annaðhvort enda á 5 eða 0. Verðið sé því rúnnað af og verð á sumum tegundum lækkar en verð á öðrum hækkar.

Óhagstætt umhverfi

„Ég vildi óska þess að umhverfið væri okkur hagstæðara. Maður er bara fúll og pirraður yfir því að ríkisstjórnin skuli vera að gera þetta og skapa þessa hringavitleysu,“ segir Halldór aðspurður hvort því séu engin takmörk sett hvað einn kaffibolli getur kostað. Hann bendir á að heimsmarkaðsverð á kaffi hafi hækkað mikið á árinu auk þess sem krónan hefur einnig veikst gagnvart dollaranum en öll innkaup fyrirtækisins eru gerð í þeim gjaldmiðli. Er þetta í takt við úttekt Washington Post á dögunum þar sem greint var frá því að kaffi væri sú hrávara sem hækkaði mest í verði árið 2014 eða um 48,6%. Washington Post benti á að það voru einkum þurrkar í Brasilíu sem ýttu kaffiverðinu upp enda landið einn af stærstu kaffiframleiðendum heims.

„Tíkallabisness“

Auk verðhækkunarinnar í kjölfar virðisaukaskattsbreytingarinnar þurfti Te og kaffi af fyrrnefndum ástæðum einnig að hækka verð hjá sér síðasta vor en það var í fyrsta skipti frá árinu 2011 sem verð var hækkað. „Við kæmum ansi illa út úr því að taka á okkur þessa fjögurra prósenta hækkun þar sem við erum bara í „tíkallabisness“ og við þurfum mikið af starfsfólki á bak við hverja selda vöru,“ segir Halldór.

Te og kaffi rekur 12 kaffihús á Íslandi og er stærsta kaffihúsakeðja landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK