Núverandi olíuverð „útsöluverð“

Miðað við bjartsýnar spár munu nýir orkugjafar aðeins geta annað litlum hluta af því fyrirsjáanlega framboði sem nauðsynlegt er til þess að mæta þeirri eftirspurn verður á næstu áratugum. Þetta sagði Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Eykons, á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem fram fór á Grand Hóteli í dag þar sem rætt var um lækkandi olíuverð og áhrif þess á framtíðarhorfur Íslands.

Þessi eftirspurn verður ekki aðeins vegna aukins mannfjölda heldur einnig vegna þess að verið væri að iðnvæða heiminn. Lækkunina á olíuverði um þessar mundir gagnaðist fátækustu ríkjum heimsins mest enda væri olían drifkraftur heimsbyggðarinnar og skapaði möguleikana á að eiga í viðskiptum á milli landa á hagkvæman hátt. Núverandi lágt olíuverð væri „útsöluverð“ enda erfitt að festa það í sessi til langs tíma nema nógu stórar geymslur væru til þess að geyma hana.

Þannig hafi því verið spáð um síðustu aldamót að olíuverð yrði lágt til frambúðar. Síðan hafi iðnvæðing farið af stað á Indlandi og víðar og verðið margfaldast í kjölfarið. Fyrir vikið færi að verða áhugavert að fara inn á ný svæði. Ef ætlunin væri að finna nýjar stórar olíulindir yrði að gera það. Margt benti þannig til þess að framtíðin kallaði á framtíðin kallaði á enn hærra olíuverð og að núverandi verð væri alltof lágt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK