Seðlabanki Sviss harðlega gagnrýndur

Svissneskir frankar.
Svissneskir frankar. Wikipedia

Sviss­neski seðlabank­inn hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir þá ákvörðun sína að nema úr gildi fyrri ákv­arðnir sem miðuðu að því að stemma stig­um við geng­is­hækk­un sviss­neska frank­ans. Í kjöl­farið hef­ur gengi hans hækkað mjög.

Fram kem­ur í frétt AFP að ákvörðun bank­ans hafi meðal ann­ar leitt til gjaldþrots nokk­urra er­lendra gjald­eyr­ismiðlara. Heima­fyr­ir hafa út­flytj­end­ur kvartað yfir áhrif­um ákvörðun­ar­inn­ar á hags­muni þeirra. Hún gæti að sama skapi leitt til þess að þeir yrðu gjaldþrota.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins í Sviss lýsti því yfir í yf­ir­lýs­ingu að ákvörðunin væri óskilj­an­leg á þess­um tíma­punkti. Hún gæti meðal ann­ars skaðað ferðamannaiðnað Sviss. Sviss­neska dag­blaðið Le Temps sakaði seðlabank­ann um barna­skap og velti því fyr­ir sér hvort bank­inn hefði gleymt því hlut­verki sínu að stuðla að stöðug­leika.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK