Enn tækifæri í Rússlandi

Alexandra Timofeeva, innkaupastjóri Russian Fish, segir að stór og rótgróin …
Alexandra Timofeeva, innkaupastjóri Russian Fish, segir að stór og rótgróin fyrirtæki muni komast í gegnum niðursveifluna í Rússlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vægi  íslenskra fiskafurða hefur aukist töluvert eftir að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins voru hertar og margir hefðbundnir markaðir hafi lokast fyrir Rússum.

Þetta segir Alexandra Timofeeva, innkaupastjóri Russian Fish, sem flutti erindi á Markaðsdegi Iceland Seafood í Iðnó í gær, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

„Noregur og Bretland eru meðal þeirra þjóða sem selja okkur ekki lengur fisk vegna viðskiptaþvingana og því treystum við enn frekar á innflutning frá Íslandi, en einnig Færeyjum.“ Hlutfall íslenskra sjávarafurða hefur því aukist töluvert á sama tíma og markaðurinn hefur minnkað í Rússlandi sökum minni innflutnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK