Fæla fjármagn frá Danmörku með vaxtalækkun

Danskar krónur
Danskar krónur

Danski seðlabankinn lækkaði innlánsvexti um 0,15 prósent í dag og eru þeir nú neikvæðir um 0,2 prósentur. Er þetta tilraun til þess að standa vörð um fastgengisstefnu seðlabankans og fæla fjármagn frá landinu en töluverður þrýsingur hefur verið á dönsku krónuna

Í síðustu viku hætti Sviss inngripum í gengi svissneska frankans en frá árinu 2011 hefur verið þak á gengi gjaldmiðilsins gagnvart evrunni. Höfðu fjármagnseigendur í Evrópu því leitað skjóls í frankanum og ýtt gengi gjaldmiðilsins hátt upp. Til að halda genginu niðri þurfti seðlabanki Sviss að kaupa að jafnaði tvo milljarða evra hvern einasta dag.

Sambærilegt þak er á dönsku krónunni gagnvart evrunni og voru fjárfestir teknir að færa sig yfir til Danmerkur. Hafa því einhverjir velt því fyrir sér hvort danska krónan sé næst í röðinni. 

Enginn fundur var á dagskrá hjá seðlabankanum í dag og kom ákvörðunin því nokkuð á óvart, 

Í vikulok evran hafði veikst um 21% gagnvart frankanum og bandaríkjadalur veikst um 15,4% gagnvart svissneska gjaldmiðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK