Olíuhrunið geri vinnsluna óarðbæra

Talið frá vinstri: Nina Jensen, Line Miriam Sandberg, Jens Ulltveit-Moe, …
Talið frá vinstri: Nina Jensen, Line Miriam Sandberg, Jens Ulltveit-Moe, Albert II fursti, Fran Ulmer og Kjell Giæver. Ljósmynd/Baldur Arnarson

Tek­ist var á um framtíð olíu­vinnslu á norður­skauts­svæðinu og hvort nýta eigi ónýtt­ar auðlind­ir í jörðu, á opn­un­ar­fundi ráðstefn­unn­ar Arctic Frontiers í Trom­sö í gær. Hríðlækk­andi olíu­verð setti svip sinn á umræðurn­ar. Var því haldið fram að olí­an sé nú of ódýr til að vinnsla á þessu svæði borgi sig.

Það ásamt lækk­andi verði raf­orku sem er fram­leidd á end­ur­nýj­an­leg­an hátt, einkum sól­ar­orku, hef­ur nú mik­il áhrif á umræður á þess­ari ár­legu ráðstefnu um norður­skautið í Trom­sö. Þegar Morg­un­blaðið fylgd­ist með ráðstefn­unni árið 2009 var áhersl­an á að auka vægi lofts­lags­mál­anna í stjórn­mál­um, með vís­an til áhrifa lofts­lags­breyt­inga á líf­ríki jarðar. Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, var þá aðalgest­ur ráðstefn­unn­ar.

Al­bert II fursti af Mónakó er nú aðalgest­ur­inn.

Fund­ar­gest­ir risu úr sæt­um í gær­kvöldi þegar furst­inn gekk í sal­inn og þurftu raun­ar að gera það tvisvar, því að í fyrra skiptið voru ráðstefnu­hald­ar­ar of fljót­ir á sér. Tók Al­bert II þátt í umræðunum á hófstillt­an máta. Auk hans tóku fjór­ir Norðmenn og einn Banda­ríkjamaður til máls og rök­ræddu svo sjón­ar­mið hvers ann­ars að því loknu.

Olíu­vinnsl­an mun halda áfram

Banda­ríski demó­krat­inn Fran Ul­mer, formaður rann­sókn­ar­nefnd­ar um norður­slóðir (US­ARC) og fyrr­ver­andi rektor Há­skól­ans í Alaska í Anchorage, sagði orkuþörf mann­kyns fara vax­andi.

„Mun þróun nýrra olíu- og gassvæða á norður­skaut­inu hætta vegna mik­ill­ar lækk­un­ar olíu­verðs? Ég held ekki. Þar sem er olía eru tæki­færi. Hversu hröð sú þróun verður ræðst af þrem­ur þátt­um; lýðfræðilegri þróun, efna­hagsþróun og stjórn­málaþróun,“ sagði Ul­mer.

Varðandi fyrst­nefnda þátt­inn setti Ul­mer áhuga á olíu á norður­slóðum í sam­hengi við þá áætl­un að fólki í millistétt í heim­in­um muni fjölga úr um 2 millj­örðum nú í 5 millj­arða árið 2030. Orkuþörf­in ætti því eft­ir að aukast mikið.

Varðandi stjórn­mál­in bendi hún á að því væru tak­mörk sett hversu langt rík­is­stjórn­ir geta gengið til að tak­marka fram­boð af orku.

Nefnd henn­ar er banda­ríkja­for­seta og banda­ríska þing­inu til ráðgjaf­ar um norður­slóðamál.

Lagði Ul­mer sér­staka áherslu á mik­il­vægi þess að skapa hagræna hvata fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­vinnslu. Hún vék einnig að vægi lofts­lags­mála í sam­tím­an­um, sagði umræðu um mála­flokk­inn í Banda­ríkj­un­um „vera að drukkna“ í umræðum um önn­ur mál.

Umræða um framtíð olíu­vinnslu er til­finn­inga­mál í Nor­egi og hef­ur mik­il lækk­un olíu­verðs á fá­ein­um mánuðum lagt vopn í hend­ur þeirra sem telja að flókn­asta og dýr­asta olíu­vinnsl­an á erfiðustu svæðunum muni ekki bera sig.

Tunn­an af olíu þurfi að kosta 120-130 dali

Nina Jen­sen, stjórn­andi World Wild­li­fe Fund (WWF) í Ósló, sagði norður­skautið til­tölu­lega ósnert­an heims­hluta. „Norður­skautið er bók­staf­lega að bráðna und­an fót­um okk­ar vegna lofts­lags­breyt­inga,“ sagði Jen­sen um áhrif hlýn­un­ar og nefndi hvernig henn­ar kyn­slóð gæti orðið sú fyrsta til að upp­lifa ís­laust norður­skaut.

Sagði hún að láta þyrfti tvo þriðju hluta ónýtts jarðefna­eldsneyt­is kyrrt liggja í jörðu til að hindra frek­ari lofts­lags­bret­ing­ar af manna­völd­um. Það væru hvorki til innviðir né tækni til að tak­ast á við stórt ol­íu­slys á norður­skaut­inu. Þá benti hún á að tunn­an af olíu þurfi að kosta 120-130 banda­ríkja­dali til að olíu­vinnsla í flest­um ónýtt­um olíu­lind­um á þess­um slóðum sé hag­kvæm. Ol­í­uris­inn Shell hafi lagt mikið fé í olíu­leit á þess­um slóðum en ekki haft er­indi sem erfiði.

Þá benti hún á að niður­greiðslur til vinnslu á olíu og gasi séu sex­falt hærri en til þró­un­ar end­ur­nýj­an­legr­ar orku, nú þegar 3,1 millj­arður manna hafi ekki aðgang að raf­orku. Kallaði hún eft­ir um­skipt­um í stefnu Norðmanna í orku­mál­um vegna lofts­lags­vand­ans og vitnaði til ný­legra um­mæla norska for­sæt­is­ráðherr­ans og Nor­egs­kon­ungs þar um. Hægt sé að anna orkuþörf mann­kyns að fullu með end­ur­nýj­an­legri orku fyr­ir árið 2050.

Tvö hundruð þúsund Norðmenn starfa í ol­íuiðnaðinum

Kj­ell Giæ­ver, stjórn­andi hags­muna­sam­tak­anna Petroarctic, tók næst­ur til máls. Hann var á önd­verðum meiði við Jen­sen og talaði máli norska ol­íuiðnaðar­ins. Um 200.000 manns starfi nú í grein­inni sem hafi lagt grunn­inn að „Nor­egi nú­tím­ans“. Sagði Giæ­ver mann­kynið mundu þurfa olíu um ókomna tíð og að ekki væri hægt að líta fram hjá því að norður­skautið væri eini staður­inn í Evr­ópu þar sem ónýtt­ar olíu­lind­ir væri að finna.

Taldi hann Bar­ents­hafið henta vel til olíu- og gasnýt­ing­ar, m.a. vegna lít­ils haf­dýp­is. En hann bar brigður á þá full­yrðingu Jen­sens að olí­an þurfi að kosta 120-130 dali á tunn­una svo það borgi sig að fara af stað. Áhugi margra ol­í­urisa á vinnslu á norður­skauts­svæðinu bendi til hag­kvæmni vinnsl­unn­ar. Þá sagði hann Milli­ríkja­nefnd Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) hafa lagt til notk­un jarðgass til að ná fram mark­miðum um sam­drátt í los­un kol­díoxíðs. En gasið meng­ar minna en nýt­ing kola.

Giæ­ver nefndi líka förg­un kol­díoxíðs sem leið sem IPCC hefði mælt með. Sú aðferð væri fær í Nor­egi. Nor­eg­ur sé sjötta mesta olíu- og gas­vinnslu­ríki heims. Varðandi ólg­una í Rússlandi gat Giæ­ver þess að landa­mæri Nor­egs og Rúss­lands væru þau „friðsöm­ustu“ í Evr­ópu síðustu þúsund árin.

Um­skipti í orku­mál­um

Jens Ulltveit-Moe, for­stjóri fjár­fest­inga­sjóðsins Umoe, starfaði lengi við fjár­fest­ing­ar í ol­íuiðnaðinum en hef­ur nú skipt um vett­vang og fjár­fest­ir nú í end­ur­nýj­an­legri orku. Umoe var stofnað árið 1984 sem olíu- og gas­fyr­ir­tæki og tók það þátt í upp­bygg­ingu skipa­flot­ans í norska ol­íuiðnaðinum, í gegn­um eign­ar­hlut í fé­lag­inu Knut­sen OAS Shipp­ing.

Hann sagði þau tíðindi hafa orðið í orku­mál­um heims­ins í fyrra að þá hafi fjár­fest­ing í end­ur­nýj­an­legri orku í fyrsta sinn verið meiri en í olíu- og gasiðnaðinum. Sól­ar­orka væri í sum­um heims­hlut­um jafn­vel orðin ódýr­ari en kola­orka.

Kín­verj­ar breyta sól­ar­orku­markaðnum

Með því að Kín­verj­ar hafi tekið við kefl­inu af Þjóðverj­um fyr­ir nokkr­um árum og orðið um­svifa­mest­ir í smíði sól­ar­sella hafi fram­leiðslu­kostnaður á sól­ar­sell­um helm­ing­ast. Sól­ar­orkuiðnaður­inn þurfi ekki leng­ur á niður­greiðslum að halda. Í fyrra hafi verið sett upp sól­ar­orka í heim­in­um sem jafn­gildi um 40 meðal­stór­um kjarn­orku­ver­um.

Ulltveit-Moe tel­ur efna­hags­leg rök hníga gegn olíu­vinnslu á norður­skauts­svæðinu. Olíu­hrunið að und­an­förnu muni seinka olíu­leit á þess­um svæðum. Hann vék að leyf­um til olíu­leit­ar í Bar­ents­hafi með þeim orðum að þau væru „leyfi til að tapa fjár­mun­um“. Vinnsl­an í olíu- og gas­lind­um þar beri sig ekki við það olíu­verð sem nú er á mörkuðum.

„Fyr­ir Nor­eg sem þjóð yrði þetta lík­lega fjár­hags­legt stór­slys,“ sagði Ulltveit-Moe um olíu- og gas­vinnslu á norður­skauts­svæðinu. Varaði hann við því að Trom­sö og Finn­mörk gæti árið 2050 setið uppi með mikla en ónýtta fjár­fest­ingu í ol­íu­innviðum vegna þessa. Rifjaði hann svo upp að norska ríkið niður­greiði olíu­leit með því að borga 85% kostnaðar við olíu­leit, jafn­vel þótt eng­in olía finn­ist.

Strang­ar kröf­ur komi í veg fyr­ir frek­ari vinnslu

Hann sagði ör­yggi norska ol­íuiðnaðar­ins framúrsk­ar­andi. Með því hins veg­ar að gera svo strang­ar kröf­ur til ör­ygg­is að nær úti­lokað sé að upp­fylla þær verði hægt að koma í veg fyr­ir olíu­vinnslu á norður­skauts­svæðinu. Örygg­is­mál­in séu olíu­fyr­ir­tækj­um dýr.

Taldi hann að tunn­an þyrfti að kosta minnst 120 dali til að vinnsl­an borgi sig.

Þau um­mæli fund­ar­stjór­ans, Olav Or­heim, stjórn­anda GRID Ar­en­dal, ráðgjafa­set­urs sem starfar í sam­starfi við Um­hverf­is­stofn­un SÞ (UNEP), að íbú­ar Trom­sö vilji frek­ari upp­bygg­ingu í ol­íuiðnaðinum en íbú­ar Ósló­ar hins veg­ar láta ol­íu­svæðin nyrst í Nor­egi voru at­hygl­is­verð.

En Line Miriam Sand­berg, sem starfar í þágu viðskipta­lífs­ins í Troms­fylki, þar sem Trom­sö er fjöl­menn­asti bær­inn, sagði heima­menn ekki mundu taka í mál að láta staðar numið við vinnslu olíu og gass í jörðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK