Evrópsk hlutabréf hækkuðu í verði þegar markaðir opnuðu í morgun. Fjárfestar bíða fundar Evrópska seðlabankans sem fram fer á fimmtudag með eftirvæntingu, en vangaveltur eru uppi um að bankinn muni grípa til aðgerða til að fríska upp á hagkerfi álfunnar.
FTSE-vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,29%, Dax 30 í Frankfurt um 0,35% og CAC 40 í París um 0,27%.