Svona á að bjarga evrusvæðinu

Svona á að bjarga evrusvæðinu.
Svona á að bjarga evrusvæðinu. mbl.is/BBC

Seðlabanki Evrópu mun verja 1.200 milljörðum evra í að koma hagkerfi Evrópusambandsins aftur á skrið á næstu tveimur árum. Mario Draghi, bankastjóri seðlabanka Evrópu tilkynnti þetta í dag.

Þetta verður framkvæmt með umfangsmikilli magnbundinni íhlutun eða verðbólguhvetjandi aðgerð (e. quantative easing) þar sem bankinn þarf ræsa peningaprentvélarnar og festa kaup á skuldabréfum fyrir um 60 milljarða evra á mánuði frá og með mars 2015 til september 2016. Það þýðir að upphæðin nemur alls um 1.200 milljörðum evra. Eru aðgerðirnar mun umfangsmeiri en sérfræðingar höfðu reiknað með og hefur evran veikst mikið í kjölfar tilkynningar seðlabankans. Hefur hún ekki verið lægri í 11 ár.

Sambærilegri aðgerð er nýlokið í Bandaríkjunum þar sem seðlabanki Bandaríkjanna hefur varið um 4.500 milljörðum dollara í peningalega örvun í formi skuldabréfauppkaupa á markaði á sl. sex árum. 

Koma í veg fyrir stöðnun

Mikið liggur undir en markmiðið koma í veg fyrir verðhjöðnun og efnahagslega stöðnun á evrusvæðinu. Alþjóðabankinn hefur m.a. lýst því yfir að hætta sé á að evru­svæðið lendi í var­an­legri stöðnun en í skýrslu bankans sem kom út á dögunum kom fram að sam­drátt­ur í neyslu, skort­ur á fjár­fest­ing­um og lág verðbólga kunni að stuðla í sam­ein­ingu að áfram­hald­andi verðhjöðnun á svæðinu.

Spár gera ráð fyr­ir 3% hag­vexti á heimsvísu á þessu ári en á sama tíma er aðeins gert ráð fyr­ir 1,1% vexti á evru­svæðinu. Hag­vöxt­ur á svæðinu á síðasta ári var um 0,8% en á sama tíma var hann 2,6% á alþjóðavísu.

Aukinn trúverðugleiki

Þjóðverjar hafa mótmælt aðgerðum seðlabanka Evrópu en þrátt fyrir það veitti Evrópudómstóllinn seðlabankanum heimild fyrir aðgerðunum. Að mati greiningardeildar Arion banka fengu áætlanirnar aukinn trúverðugleika við það og leiddi m.a. til þess að mikill söluþrýstingur myndaðist á evru gagnvart svissneska frankanum. Leiddi það aftur til þess að seðlabanki Sviss hvarf frá fastgengisstefnu sinni, en svissneski frankinn hafði þá verið festur við evru á EURCHF genginu 1,2 í um þrjú ár.

Mikið er í húfi og þar á meðal trúverðugleiki peningamálastefnu seðlabankans. Misheppnist aðgerðin er hætta á að efnahagsástandið taki skarpa beygju niður á við með auknu atvinnuleysi og mögulegri sundrungu innan Evrópusambandsins.

„GREXIT“

Þá eru fara kosningar fram í Grikklandi eftir þrjá daga og gætu Grikkir horfið úr evrusamstarfinu eftir það en fjármálaráðherra Grikklands hefur m.a. lýst því yfir aðgerðin leysi ekki efnahagsvandamál landsins. Þá þykir vinstri flokkurinn Syriza sigurstranglegastur, en hann er andvígur þeim skilmálum sem felast í björgunarpakka ESB og gæti niðurstaðan því orðið sú að Grikkir gefi evruna upp á bátinn. Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi sagt að evrusvæðið muni standa það af sér ef Grikkland hverfur frá.

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu AFP
Um 1.200 milljörðum evra verður að líkum varið í aðgerðina.
Um 1.200 milljörðum evra verður að líkum varið í aðgerðina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK