Endalok evrunnar í Grikklandi?

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza.
Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza. AFP

Tónn­inn hef­ur verið sleg­inn í Grikklandi þar sem vinstri flokk­ur­inn Syr­iza hef­ur myndað rík­is­stjórn með Sjálf­stæðum Grikkj­um, hægri flokki sem deil­ir skoðunum flokks­ins um aðhaldsaðgerðir.

Syr­iza, með Al­ex­is Tsipras í broddi fylk­ing­ar, vann í gær stór­sig­ur í grísku þing­kosn­ing­un­um og var ein­ung­is tveim­ur sæt­um frá hrein­um meiri­hluta á 300 manna þjóðþingi Grikkja. Eru flokk­arn­ir tveir með sam­an með 162 sæti af 300 í gríska þing­inu. Þar af er Syr­iza með 149 og Sjálf­stæðir Grikk­ir með 13. Tsipras seg­ir Grikki þurfa að end­ur­heimta virðingu sína og að þeir séu nú hætt­ir að lúta alþjóðleg­um kröf­um um aðhaldsaðgerðir.

End­ur­semja um er­lend­ar skuld­ir

Syr­iza-flokk­ur­inn hef­ur lýst því yfir að hann vilji end­ur­semja um fyr­ir­komu­lag er­lendra lána og af­skrifa að stór­um hluta er­lend­ar skuld­ir Grikk­lands. Hef­ur flokk­ur­inn einnig talað fyr­ir því að aðhaldsaðgerðum hins op­in­bera verði hætt hið fyrsta.

Rík­is­skulda­bréf féllu í verði og gengi evr­unn­ar fór niður í sögu­legt lág­mark eft­ir að úr­slit kosn­ing­anna voru ljós. Evr­an var þó fljót að ná sér aft­ur á strik og er það m.a. talið merki um traust markaðar­ins á nýkynnt­um aðgerðum seðlabanka Evr­ópu er fela í sér umfangs­mik­la magn­bund­inni íhlut­un þar sem seðlabank­inn mun kaupa skuldabréf­ fyr­ir um 60 millj­arða evra á mánuði frá og með mars 2015 til sept­em­ber 2016, eða alls 1.200 millj­arða evra.

Efna­hags­leg óvissa

Benoît Coeu­ré, stjórn­ar­formaður seðlabanka Evr­ópu, sagði hins veg­ar í út­varps­viðtali í morg­un að nýja rík­is­stjórn­in þurfi að end­ur­greiða skuld­ir þjóðar­inn­ar - pen­inga sem fengn­ir voru úr vös­um skatt­greiðenda í aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Mögu­leiki geti hins veg­ar verið á að semja um end­ur­greiðslu­fyr­ir­komu­lag. Ljóst er að úr­slit­in valda efna­hags­legri óvissu í Evr­ópu og staðfesti Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands það meðal ann­ars á Twitter. 

The Greek electi­on will increa­se economic uncertainty across Europe. That's why the UK must stick to our plan, deli­ver­ing secu­rity at home.

Talið er að óviss­an verði áfram til staðar svo lengi sem hætta er á því að Grikk­ir dragi sig úr evru­sam­starf­inu. Þó er talið lík­legt að ófyr­ir­séðar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar þess auki lík­urn­ar á því að Grikk­ir og Evr­ópa nái sam­komu­lagi. Hafa þó sér­fræðing­ar sagt lík­legt að Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, myndi frek­ar vilja sjá Grikki hverfa úr sam­starf­inu en að láta Tsipras kom­ast upp með að ráðskast með pen­inga­mála­stefnu evru­svæðis­ins. Þá hef­ur einnig verið haft eft­ir henni að að út­ganga Grikk­lands boði ekki enda­lok mynt­banda­lags­ins.

Banka­áhlaup og út­streymi fjár­magns?

Frá ár­inu 2010 hafa Grikk­ir fengið um 240 millj­arða evra í að láni frá ESB, Seðlabanka evr­unn­ar (SE) og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) gegn fyr­ir­heit­um um aðhaldsaðgerðir. Tsipras vill hins veg­ar leggja niður­skurðar­hníf­inn niður og lít­ur því spurn­ing­in að því hver muni gefa eft­ir og hvort lánalín­um verði haldið áfram opn­um eft­ir 28. fe­brú­ar nk., þegar aðstoðaráætl­un­in líður und­ir lok.

Í grein Wall Street Journal er farið yfir mögu­leg­ar út­kom­ur og er m.a. nefnt að það gæti valdið banka­áhlaupi í Grikklandi og út­streymi fjár­magns ef Grikk­ir kom­ast ekki að sam­komu­lagi við lána­drottn­ana. Lík­lega þyrfti að koma á fjár­magns­höft­um og annað hvort þyrftu Grikk­ir rík­isaðstoð eða prenta pen­inga til þess að koma í veg fyr­ir hrun fjár­mála­kerfisn­is.

Lána­drottn­ar hef­ur þá sagt að fjár­mögn­un Grikkja í mars velti á sam­komu­lagi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um áfram­hald­andi aðhaldsaðgerðir og eins muni seðlabanki Evr­ópu aðeins hefja að kaupa rík­is­skulda­bréf Grikkja sam­kvæmt fyrr­nefnd­um aðgerðum seðlabank­ans í júní ef kom­ist verður að sam­komu­lagi.

Þá er einnig ótt­ast for­dæmið sem það myndi gefa ef Grikk­ir gætu haldið ESB í eins kon­ar gísl­ingu með því að hóta að greiða ekki af skuld­um sín­um þar sem flokk­ar á borð við Syr­iza hafa einnig notið vax­andi vin­sælda í öðrum aðild­ar­ríkj­um sem urðu illa úti í fjár­málakrepp­unni, s.s. Podemos-hreyf­ing­in á Spáni, flokk­ur Beppe Grillo á Ítal­íu og Sinn Féin á Írlandi.

 

Hlutabréf féllu í verði í dag en náðu sér þó …
Hluta­bréf féllu í verði í dag en náðu sér þó fljót­lega aft­ur á strik. EPA
Óvíst er hvort Grikkir verði áfram hluti af evrusvæðinu.
Óvíst er hvort Grikk­ir verði áfram hluti af evru­svæðinu. AFP
Dagblöðin á Grikklandi í dag.
Dag­blöðin á Grikklandi í dag. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK