Nýir fjárfestar koma að Kaptio

Helga Valfells og Egill Másson skrifuðu undir fjárfestingasamninginn fyrir Nýsköpunarsjóð …
Helga Valfells og Egill Másson skrifuðu undir fjárfestingasamninginn fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Arnar Laufdal skrifaði undir fyrir hönd frumkvöðlanna og Ingi Guðjónsson fyrir hönd Kasks. mynd/Kapito

Kaptio ehf. hefur fengið til liðs við sig nýja fjárfesta.  Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Kaskur ehf, fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar hafa fjárfest í Kaptio fyrir um 120 milljónir króna.

Hingað til hefur fyrirtækið verið fjármagnað af stofnendum og tekjustofni sem aðallega hefur byggst á tekjum af ráðgjafastörfum við innleiðingu á Salesforce CRM.  Fjármögnun þessi þar sem fagfjárfestar koma að uppbyggingu fyrirtækisins er liður í að byggja undir vöruþróun og vöxt í sölu á Kaptio Travel lausninni að því er fram kemur í tilkynningu.

Kaptio Travel gerir ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum kleyft að halda utan um tilboðsferli og bókanir viðskiptavina sinna á skilvirkari hátt en nú er unnt.  Kerfið auðveldar jafnframt samskipti við endursöluaðila og birgja. Hugbúnaðarlausnin er hönnuð sem viðbót við Salesforce.com CRM kerfið en Salesforce er stærsta fyrirtækið á sínu sviði.  

Öflugt teymi með lausn fyrir ferðaiðnað

Í tilkynningu er haft eftir Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, að sjóðurinn hafi kynnst félaginu í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum þar sem frumkvöðlarnir Arnar Laufdal og Ragnar Fjölnisson voru með hugmynd undir nafninu Cloud Engineering.  „Okkur finnst þeir Arnar og Ragnar mynda sérlega öflugt teymi og gaman að sjá hversu langt þeir hafa þegar náð með Kaptio hugbúnaðinn. Að sama skapi er ánægjulegt að sjá tæknilausnir fyrir ferðaiðnað spretta upp hér á ferðamannalandinu Íslandi þar sem nú er orðinn til þokkalegur heimamarkaður.  Okkar áherslur hjá NSA eru þó enn sem fyrr útflutningur og Kaptio hefur þegar náð árangri erlendis,“ er haft eftir Helgu.

Tækifæri í að umbylta ferlum í ferðaiðnaði

Þá er haft eftir Arnari Laufdal, framkvæmdastjóra Kaptio, að fjármögnunin auðveldi fyrirtækinu að taka ákveðnari skref í áframhaldandi þróun lausnarinnar og fyrirsjáanlegum vexti sem er framundan. „Ferðaiðnaðurinn er stærsti iðnaður heimsins og sjáum við gríðalegt tækifæri í að hjálpa ferðaskipuleggjendum að umbylta ferlum í virðiskeðjunni sinni.“  Þá er haft eftir Ragnari að Salesforce umhverfið í heild sinni sé í gríðarlegum vexti og að stór tækifæri liggi í því að þróa sérlausnir fyrir ákveðna atvinnuvegi. „Við teljum þetta vera rétta tímapunktinn til að fá nýja aðila til liðs við okkur, áherslan hjá Salesforce er að breytast og er kominn fókus á betri og þroskaðri lausnir fyrir stórar atvinnugreinar í gegnum samstarfsumhverfið þeirra,“ er haft eftir Ragnari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka