Grískir bankar hljóta útreið

Kauphöllin í Aþenu í dag.
Kauphöllin í Aþenu í dag. EPA

Hlutabréf grískra banka hríðféllu í dag. Rétt eins og í gær og daginn þar áður. Hafa bankarnir tapað um fjörtíu prósent af heildarverðmæti sínu frá því að vinstri flokkurinn Syriza komst til valda um helgina og útlit er fyrir að hluthafar séu ekki hrifnir af hugmyndinni um róttæka vinstri stjórn.

Ný ríkisstjórn Syriza og Sjálf­stæðra Grikkj­um hefur þegar tilkynnt að beðið verði með áætlanir um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þ.e. að hætt verði við sölu á 30% hlut ríkisins í orkufyrirtæki landsins. Þá hafa uppsagnir þúsunda ríkisstarfsmanna verið dregnar til baka auk þess sem til stendur að hækka lágmarkslaun um 10 prósent.

Yfirvofandi lausafjárkreppa

Markaðsvirði stærstu bankanna, National Bank of Greece, Piraeus, Alpha Bank og Eurobank, hefur samanlagt dregist saman um 7,7 milljarða frá því að úrslit kosninganna voru ljós. Talið er líklegt að innistæðueigendur fari að taka út peningana sína í stórum stíl og að lausafjárkreppa sé yfirvofandi. Líflína frá seðlabanka Evrópu verður því nauðsynleg, en ef bankarnir geta ekki snúið sér þangað verða þeir að leita eftir þrautavaraláni hjá gríska seðlabankanum.

Áframhaldandi fjármögnun Grikkja og framtíð björgunarpakka þeirra samkvæmt samkomulagi við ESB, Seðlabanka evr­unn­ar (SE) og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) í mars veltur á sam­komu­lagi nýju rík­is­stjórn­arinnar um áfram­hald­andi aðhaldsaðgerðir. Grikkir vilja hins vegar end­ur­semja um fyr­ir­komu­lag lánanna og af­skrifa að stór­um hluta er­lend­ar skuld­ir landsins. Hef­ur flokk­ur­inn einnig talað fyr­ir því að aðhaldsaðgerðum hins op­in­bera verði hætt hið fyrsta.

Frétt mbl.is: Endalok evrunnar í Grikklandi?

Frétt Telegraph

Frétt BBC

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza.
Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza. EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK