Gildi bætir við hlut sinn í Vodafone

Höfuðstöðvar Vodafone í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Vodafone í Reykjavík. mbl.is/Stymir Kári

Gildi lífeyrissjóður hefur bætt við hlut sinn í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone á Íslandi. Sjóðurinn keypti í gær fimm milljónir hluta í félaginu en ef miðað er við gengi hlutabréfa þess við lok viðskipta í gær, 38,15 krónur, má áætla að virði hlutarins sé um 190 milljónir króna.

Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að Gildi eigi nú 11,06% í Vodafone. Sjóðurinn er næststærsti hluthafinn, á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem á rúmlega þrettán prósent í félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK