Eignir norska olíusjóðsins hafa aukist mikið á síðustu árum og eru þær nú metnar á sem nemur 114 þúsundum milljarða íslenskra kr. og hafa aldrei verið meiri.
Viðskiptamogginn heimsótti höfuðstöðvar sjóðsins í miðborg Óslóar og fór Trond Grande, aðstoðarforstjóri sjóðsins, við það tækifæri yfir helstu þætti starfseminnar.
Sjóðurinn hefur ákveðið að stórauka eign sína í fasteignum en hann á nú hlut í yfir 8.000 fyrirtækjum víðsvegar um heim.