Peningarnir að klárast hjá Grikkjum

Alexis Tsipras
Alexis Tsipras AFP

Ríkisskuldabréf Grikklands teljast ekki lengur næg trygging fyrir láni frá seðlabanka Evrópu (ECB) til þarlendra viðskiptabanka vegna óvissu um endurgreiðslu erlendra lána er nema um 240 milljörðum evra. Ákvörðunin tekur gildi þann 11. febrúar nk.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem seðlabankinn sendi frá sér í morgun og BBC grenir frá. Ákvörðunin mun hafa þau áhrif að bankarnir eiga einungis aðgang að lánsfjármagni á verri lánakjörum. Gríska fjármálaráðuneytið hefur hins vegar sagt að ákvörðunin muni ekki hafa teljandi áhrif á fjármálageira landsins og að aðrir kostir séu í boði.

Nýkjörin ríkisstjórn Grikklands á nú í viðræðum við kröfuhafa um endurgreiðslufyrirkomulag lánanna.

Skilyrt aðstoð eða engin evra?

Bankarnir geta enn fengið neyðarlán hjá seðlabanka Grikklands en á mun verri kjörum en hjá ECB. Samkvæmt gríska dagblaðinu Kathimerini eru vextirnir 1,55% í stað 0,05% hjá ECB.

Í frétt Bloomberg er haft eftir ónefndum heimildarmönnum er standa nærri fjármálaráðuneyti Grikkja að lausafjárkreppa gæti myndast í landinu í næsta mánuði. Ef það verður ekki lengt í lánalínum þann 25. febrúar, líkt og til stóð, gæti ríkið orðið eftir á kúpunni. Þar segir að forsætisráðherrann Al­ex­is Tsipras gæti aðeins bjargað sér í nokkrar vikur eftir það með því að halda eftir skattgreiðslum og tæma sjóði. Að því loknu þyrfti hann annað hvort að þiggja skilyrta aðstoð eða hverfa frá evrunni.

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, hjá seðlabanka Evrópu.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, hjá seðlabanka Evrópu. EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK