Vextirnir lækkaðir í fjórða sinn

Seðlabanki Danmerkur í Kaupmannahöfn.
Seðlabanki Danmerkur í Kaupmannahöfn. EPA

Danski seðlabankinn, Nationalbanken, lækkaði innlánsvexti sína í dag um 0,25% og standa þeir nú í 0,75%. Þetta er í fjórða sinn á þremur vikum sem bankinn lækkar innlánsvextina. Um er að ræða aðgerðir til að verja tengingu dönsku krónunnar við evruna.

Evran hefur gefið nokkuð eftir frá því að Seðlabanki Evrópu tilkynnti að háum fjárhæðum yrði varið til að lífga við efnahag álfunnar. Í kjölfarið hefur Nationalbanken þurft að grípa til úrræða til að lækka gengi dönsku krónunnar, sem ekki má víkja um meira en 2,25% frá fastgenginu 7,46 krónur fyrir evruna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK