Bankinn aðstoðaði við skattsvik

AFP

Útibú breska bankans HSBC í Sviss aðstoðaði auðuga viðskiptavini sína við að svíkja undan skatti með því að fela milljónir Bandaríkjadala á reikningum hjá bankanum. Þannig var eignum fyrir milljónir Bandaríkjadala stungið undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í leyniskjölum bankans sem var lekið út. Guardian birti í gærkvöldi ítarlega frétt um málið auk fleiri fjölmiðla en hópur rannsóknarblaðamanna hefur unnið að því undanfarið að fara yfir gögnin. Má þar nefna blaðamenn hjá fjölmiðlum eins og Guardian, BBC Panorama og franska blaðsins Le Monde auk alþjóðlegrar stofnunar rannsóknarblaðamanna í Washington, International Consortium of Investigative Journalists.

Samkvæmt Guardian gátu viðskiptavinir bankans fengið greitt út í erlendum gjaldeyri af leynireikningum sínum hjá HSBC í Sviss. Eins hafi bankinn markaðssett sig á þann hátt að það höfðaði til auðugra evrópskra viðskiptavina sem vildu losna undan því að  greiða skatta heima fyrir.

Samkvæmt HSBC skjölunum, sem ná yfir tímabilið 2005-2007 er hulunni svipt af um 30 þúsund einstaklingum sem áttu um 120 milljarða Bandaríkjadala á leynireikningum hjá HSBC í Sviss.

Hér er hægt að skoða umfjöllun Guardian um málið

BBC

Le Monde

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka