Líkir evrunni við spilaborg

Yanis Varoufakis
Yanis Varoufakis EPA

Ef Grikkir yfirgefa evrusvæðið þá hrynur evran eins og spilaborg, segir fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis. Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við RAI sjónvarpsstöðina við litla hrifningu margra Ítala.

„Brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu er ekki hluti af áætlun okkar, einfaldlega vegna þess að við teljum að evrusvæðið sé svipað og spilaborg. Ef þú tekur gríska spilið þá falla hin,“ sagði Varoufakis í viðtalinu sem birtist í gærkvöldi. 

Varoufakis lét ítölsk stjórnvöld einnig heyra það „Ítölsk yfirvöld... hafa haft samband við mig og sagt að þau styðji okkur en að þau geti ekki sagt sannleikann. Bæði vegna þess að Ítalía rambar á barmi gjaldþrots og að þau óttast afleiðingarnar gagnvart Þýskalandi,“ sagði hann í viðtalinu.

Hann segir óveðursský vofa yfir Evrópu og að álfan sé verri heldur en Sovétríkin hér áður. 

Fjármálaráðherra Ítalíu, Pier Carlo Padoan, svaraði að bragði á Twitter og segir að ummæli Varoufakis séu ekki rétt og heldur því fram að skuldir Ítalíu séu viðráðanlegar. Skuldir ítalska ríkisins nema 130% af vergri landsframleiðslu á meðan skuldir Grikklands nema 175% af vergri landsframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK