Færri fyrirtæki vilja taka upp evru

ESB
ESB AFP

Sex­tíu pró­sent aðild­ar­fyr­ir­tækja Fé­lags at­vinnu­rek­enda telja að halda hefði átt aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið áfram. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un meðal fé­lags­manna, þar sem 64% fyr­ir­tækja með beina fé­lagsaðild svöruðu. Sama hlut­fall sagðist telja að halda ætti aðild­ar­viðræðum áfram í sam­bæri­legri könn­un á síðasta ári.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef fé­lags­ins. Þar seg­ir einnig að aðeins 19% fé­lags­manna telji krón­una framtíðar­gjald­miðil fyr­ir Ísland, en 54% eru slíkri full­yrðingu ósam­mála. Þetta er einnig mjög svipuð niðurstaða og í könn­un­inni í fyrra. Hins veg­ar hafi orðið tals­verð breyt­ing á af­stöðu aðild­ar­fyr­ir­tækja til evr­unn­ar. Í fyrra hafi 57% sagst telja að taka ætti hana upp á Íslandi við aðild að ESB, en nú segj­ast aðeins 39% á þeirri skoðun. Um 40% eru á móti, en voru 28% í fyrra. Óákveðnum fjölg­ar einnig.

Um 29% aðild­ar­fyr­ir­tækja segj­ast hlynnt því að Ísland gangi í ESB, en 41% er því and­vígt. Þetta eru jafn­framt mjög svipaðar niður­stöður og í fyrra.

Þá segj­ast 27% sam­mála því að taka ætti ein­hliða upp ann­an gjald­miðil hér á landi. Það hlut­fall var í fyrra 33%. And­víg því eru um 40%, einnig held­ur færri en í fyrra, en óákveðnum fer fjölg­andi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka