Skilyrði fyrir kaupum ekki uppfyllt

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri Árni Sæberg

Að minnsta kosti annað þeirra tveggja skil­yrða sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra setti fyr­ir kaup­um á gögn­um um meint skattaund­an­skot ís­lenskra fé­laga telst ekki upp­fyllt og end­ur­skoða þarf hitt. Ráðuneytið hef­ur ekki svarað bréfi skatt­rann­sókn­ar­stjóra frá 27. janú­ar um hvort halda eigi áfram með málið.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri rík­is­ins, sendi fjöl­miðlum í morg­un. Skil­yrðin tvö voru ann­ars veg­ar að ekki yrðu gerðir samn­ing­ar við aðra en þá sem „til þess eru bær­ir“ og hins veg­ar að mögu­legt væri að skil­yrða greiðslur til selj­enda gagn­anna við hlut­fall af inn­heimtu.

Hef­ur bent á mögu­leg­ar leiðir

Í bréf­inu sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri sendi ráðuneyt­inu sagði að nauðsyn­legt væri að afstaða ráðuneyt­is­ins til þessa lægi fyr­ir. Þá seg­ir jafn­framt að skatt­rann­sókn­ar­stjóri telji nauðsyn­legt að áður en gengið verði til mögu­legra kaupa á nefnd­um gögn­um, liggi fyr­ir með hvaða hætti skattyf­ir­völd komi til með að vinna úr þeim, svo far­sælt verði. Þá seg­ist Bryn­dís í sam­töl­um hafa bent starfs­mönn­um ráðuneyt­is­ins á mögu­leg­ar leiðir sem þar koma til greina en eng­in svör hins veg­ar fengið.

Fyr­ir ligg­ur að Bryn­dís fékk gögn­in í hend­ur í apríl í fyrra en skatt­rann­sókn­ar­stjóri heyr­ir und­ir fjár­málaráðuneytið og þarf ráðuneytið því að tryggja þær fjár­heim­ild­ir sem þarf til þess að kaupa gögn­in.

Eng­ar ferðatösk­ur með pen­ing­um

Form­legt er­indi um málið var lagt inn hjá ráðuneyt­inu í haust þar sem Bryn­dís sagðist hafa fengið sýn­is­horn úr gagna­safni sem embættið væri með til at­hug­un­ar hvort ætti að kaupa. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, til­kynnti skatt­rann­sókn­ar­stjóra þann 3. des­em­ber að ráðuneytið væri til­búið að tryggja nauðsyn­leg­ar fjár­heim­ild­ir, með fyrr­nefnd­um skil­yrðum. Hef­ur hann þó síðar bætt því við að það komi ekki til greina að „greiða fyr­ir gögn af þess­um toga með ferðatösk­um af seðlum til ein­hverra huldu­manna.“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK