Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda

Bjarni Benediktsson og Bryndís Krisjánsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Bryndís Krisjánsdóttir. Samsett mynd

Ljóst er að gögn um meint skattaund­an­skot Íslend­inga verða keypt fyr­ir 150 millj­ón­ir króna ef skatt­a­rann­sókn­ar­stjóri biður um. Eft­ir skoðun á sýn­is­horni tel­ur skatt­rann­sókn­ar­stjóri að þau gætu nýst embætt­inu. Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, seg­ir málið vera í þess­um far­vegi en ekki ligg­ur fyr­ir hvenær samn­ing­ur um kaup­in verður gerður.

Fjár­málaráðherra hef­ur sagt að ekki sé um hefðbundn­ar ban­ka­upp­lýs­ing­ar að ræða en ekki ligg­ur fyr­ir í hvaða formi þær eru.

Aðspurður sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra að skatt­rann­sókn­ar­stjóri væri að glöggva á sig á því hvort gögn­in væru not­hæf eða hvort þeirra hefði mögu­lega verið aflað með ólög­mæt­um hætti. Í sam­tali við mbl seg­ist Bryn­dís ekki hafa áhyggj­ur af áreiðan­leika gagn­anna en bend­ir á að eðli máls sam­kvæmt séu þetta gögn sem ekki væri hægt að kom­ast yfir með hefðbundn­ari leiðum. Það þurfi þó ekki að þýða að gögn­in séu stol­in en það sé bæði siðferðileg og póli­tísk spurn­ing hvort nota eigi þess kon­ar gögn.

Sami aðili með gögn í Dan­mörku

Fram hef­ur komið að alls sé um 416 mál að ræða og rukk­ar selj­and­inn um 2.500 evr­ur fyr­ir hvert þeirra, eða um 375 þúsund krón­ur. Bryn­dís seg­ir að öðrum ríkj­um hafi áður verið boðin sam­bæri­leg gögn frá sama aðila en vill þó ekki segja hvaða ríki né held­ur hvort þau hafi keypt gögn­in.

Finna má for­dæmi fyr­ir sams kon­ar kaup­um á gögn­um um skattaund­an­skot frá aðilum sem mögu­lega hafa nálg­ast þau með ólög­mæt­um hætti í öðrum lönd­um, líkt og í Banda­ríkj­un­um, Þýskalandi og Hollandi. Aðferðin hef­ur reynst vel í Þýskalandi þar sem slík viðskipti hafa nokkr­um sinn­um átt sér stað og hef­ur um­tals­verðum fjár­mun­um verið skilað í rík­iskass­ann.

Gátu ekki var­ist

Í Hollandi var á ár­inu 2009 keypt­ur listi með um 300 nöfn­um meintra skattsvik­ara með reikn­inga í skjól­um í Sviss og á Caym­an eyj­um en borgað var fyr­ir hann með ár­ang­ur­s­teng­ingu af end­ur­heimt­um skatt­greiðsln­anna.

Í síðustu féll dóm­ur í máli er sner­ist um álagn­ing­una og taldi dóm­stóll á lægra dóm­stigi í Arn­heim í Hollandi hana vera ólög­mæta þar sem skattyf­ir­völd neituðu að gefa upp heim­ild­ar­mann sinn. Taldi dóm­ari þetta brjóta gegn rétti meintu skattsvik­ar­anna til rétt­látr­ar málsmeðferðar þar sem erfitt er að taka til varna þegar það ligg­ur ekki fyr­ir hver beri á þá sak­ir. Skattyf­ir­völd í Hollandi hafa þó sagst ætla að áfrýja niður­stöðunni.

Gæti verið sama niðurstaða á Íslandi

Rétt­ur manna til rétt­látr­ar málsmeðferðar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um er bæði var­inn í stjórn­ar­skrá Íslands og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Kristján Gunn­ar Valdi­mars­son, lektor í inn­lend­um og alþjóðleg­um skatta­rétti við Há­skóla Íslands og lögmaður hjá CATO, bend­ir á að túlk­un á mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um eigi að vera sam­rýmd á Íslandi og í Hollandi og tel­ur það ekki ólík­legt að ís­lensk­ir dóm­stól­ar gætu kom­ist að sömu niður­stöðu.

Bern­h­ard Boga­son, lögmaður hjá Nordik og sér­fræðing­ur í skatta­rétti, tek­ur í sama streng og seg­ir það skipta máli hvers eðlis gögn­in eru, hvort um sé að ræða hefðbundn­ar upp­lýs­ing­ar um banka­reikn­inga eða eitt­hvað annað. „Ef málið er byggt á nafn­laus­um gögn­um sem ekki er hægt að staðfesta fyr­ir dómi gæti það bæði haft áhrif á sönn­un­ar­mat og mögu­leik­ann til þess að verj­ast,“ seg­ir Bern­h­ard.

Dóm­stól­ar myndu skoða gögn­in

Kristján Gunn­ar bend­ir á að sönn­un­ar­mat sé frjálst á Íslandi og því gætu dóm­stól­ar horft til gagn­anna þótt ljóst væri að þeirra hefði verið aflað með ólög­mæt­um hætti. Annað mál væri hins veg­ar hvers eðlis gögn­in væru og hvort þau teld­ust sem slík vera sönn­un­ar­gögn. Bern­h­ard tek­ur einnig und­ir það og bend­ir jafn­framt á að sönn­un­ar­gögn­um hafi hingað til ekki verið haldið frá af þeirri ástæðu.

Tvíbent spurn­ing

Kristján seg­ist þá telja það ófor­svar­an­legt að ís­lensk skattyf­ir­völd hygg­ist greiða með reiðufé, svart, til manns sem þau vita að muni sjálf­ur ekki gefa greiðsluna upp til skatts. „Skattyf­ir­völd geta ekki verið að berj­ast gegn svartri at­vinnu­starf­semi og svo ætlað að borga ein­hverj­um manni svart fyr­ir þjóf­stol­in gögn í þeirri von um að hægt sé að nota þau,“ seg­ir Kristján.

Um þetta seg­ir Bryn­dís það vera tvíbenta spurn­ingu hvort verið sé að ýta und­ir glæpi og hugs­an­lega launa glæpa­mönn­um eða hvort skattyf­ir­völd eigi að leita allra leiða við að upp­lýsa skattsvik.

Kristján tel­ur nýt­ingu upp­lýs­inga­skipta­samn­inga vera betri far­veg fyr­ir skatt­rann­sókn­ir þótt list­inn gæti vissu­lega nýst sem til­efni til þess að hefja lög­mæta rann­sókn. Bryn­dís seg­ir nauðsyn­legt að hafa grunn­inn til staðar þar sem ekki sé hægt að senda al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir til lág­skatta­ríkj­anna. Aðspurð hvort til standi að nýta list­ann sem grunn fyr­ir þess kon­ar rann­sókn seg­ir hún að hann gæti vissu­lega komið embætt­inu af stað og gefið vís­bend­ing­ar þar um.

Skattrannsóknarstjóri
Skatt­rann­sókn­ar­stjóri Sverr­ir Vil­helms­son
Kristján Gunnar Valdimarsson
Kristján Gunn­ar Valdi­mars­son
Fjármálaráðherra mun beita sér fyrir kaupum á gögunum.
Fjár­málaráðherra mun beita sér fyr­ir kaup­um á gög­un­um. Þorkell Þorkels­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK