Taka betur mótlæti en velgengni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Viðskiptaþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Viðskiptaþingi. mbl.is/Ómar

Forsætisráðherra segir það áhyggjuefni að aðili á vinnumarkaði skuli ítrekað hafna virku samtali við ríkisstjórnina.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gerði kjarasamninga að umtalsefni á Viðskiptaþingi sem haldið er á vegum Viðskiptaráðs í dag og sagði mikilvægt að slíkt samtal ætti sér stað, jafnvel þótt menn kunni að greina á. 

Hann benti á að ríkið semji einungis við um 10% vinnumarkaðarins og sagði launaskrið á almennum vinnumarkaði hafa mikil áhrif á laun ríkisstarfsmanna. Þá sagði hann nýja kjarasamninga lækna skera sig úr. Þeir væru til lengri tíma þar sem gerðar væru verulegar breytingar á kjörum þeirra. Hann sagði þá samninga ekki geta verið fordæmisgefandi í komandi kjarasamningaviðræðum og sagðist telja að skilningur ríkti á því meðal þjóðarinnar.

Læknasamningar ekki fordæmisgefandi

Þá sagðist hann hafa trú á krónutöluhækkunum launa og telur að þegar litið er til síðustu ára hafi þær leitt til þess að laun hafi hækkað hlutfallslega meira. Sigmundur benti jafnframt á aukinn kaupmátt launa og sagði hann aldrei hafa verið meiri, ekki einu sinni á árunum fyrir hrun. „Það er stundum sagt að Íslendingar kunni betri að taka mótlæti en velgengni,“ sagði hann.

Sigmundur benti á að ríkisútgjöld hefðu sjaldan verið meiri og að aukið aðhald væri nauðsynlegt á móti. Hann sagði ríkisstjórninni vera umhugað um það og vísaði til þess að lánshæfismatsfyrirtæki hefðu lofað stefnu stjórnvalda sem farin væri að skila sér í hagstæðari vaxtakjörum ríkisins. Þá sagði hann Íslendinga gera kröfur til magns og gæða opinberrar þjónustu en ljóst væri að skatttekjur væru ekki ótakmörkuð auðlind. 

Sigmundur gerði krónuna einnig að umtalsefni og sagði að upptaka evru myndi leysa ný vandamál úr læðingi. „Við mætum ekki vandanum með því að gefa frá okkur stjórnina á eigin peningamálastefnu,“ sagði Sigmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK