Milljarða gjaldþrot móðurfélags ÍAV

ÍAV sáu um byggingu Hörpu tónlistarhúss.
ÍAV sáu um byggingu Hörpu tónlistarhúss. Kristinn Ingvarsson

Skiptum er lokið á þrotabúi Draga ehf., fyrrverandi móðurfélags Íslenskra aðalverktaka, en ekkert fékkst greitt upp í kröfurnar sem námu rúmum sjö milljörðum króna.

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 17. nóvember 2011 og var þá í eigu Arion banka.

Arion banki leysti félagið til sín þann 8. desember 2009 vegna slæmrar skuldastöðu. Auk ÍAV voru dótturfélögin Ármannsfell ehf., Álftarós ehf., og Þrengsli ehf. einnig í eigu Draga við yfirtökuna. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Arion banka var Ármannsfell síðar látið renna inní félagið Landey, sem fer með eignarhald á nýbyggingum, lóðum og fasteignaþróunarverkefnum sem bankinn hefur eignast og eru ekki tekjuberandi. Hlutur bankans í félaginu er nú til sölu.

Seldu verktakahlutann

Áður en samruni Drögunar og Arion banka var samþykktur af Samkeppniseftirlitinu seldi Arion banki verktakastarfsemi ÍAV til félagsins IP verktaka ehf. Eini hluthafi þess félags var Marti Construction ehf. sem er í eigu Marti Contractors ltd. sem aftur er í eigu Marti Holding AG. Félagið hafði áður starfað með ÍAV við gerð Óshlíðarganga en þau voru grafin af sameignarfélaginu Ósafli sf., sem var í jafnri eigu Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors ltd. Þess fyrir utan starfaði Marti Holding AG nær eingöngu á verktakamarkaði á sviði mannvirkjagerðar víðs vegar um Evrópu auk Indlands og Kína.

Eignuðust félagið aftur

Gunnar Sverrisson og Karl Þráinsson voru eigendur Íslenskra aðalverktaka er Arion tók félagið yfir en líkt og fram kom í Viðskiptablaðinu á sínum tíma sátu þeir einnig í stjórn IP verktaka við stofnun þess félags. Sögðu þeir sig hins vegar úr stjórninni viku áður en félagið keypti verktakahlutann af Arion. Þremur mánuðum síðar settust þeir síðan aftur í stjórn IP verktaka og keyptu saman helmingshlut í félaginu á 400 milljónir. Í september 2010 var nafni IP verktaka breytt í Íslenska aðalverktaka og er Karl Þráinsson forstjóri fyrirtækisins í dag. Gunnar Sverrisson lét af störfum sem forstjóri ÍAV Holding, móðurfélags ÍAV, í apríl 2014 en situr þó áfram í stjórn félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK