0,9% hagvöxtur á evrusvæðinu

AFP

Hagvöxtur mældist 0,3% á evrusvæðinu og 0,4% í Evrópusambandsríkjunum 28 á síðasta ársfjórðungi 2014. Hagvöxtur yfir árið í heild var því 0,9% á evrusvæðinu og 1,4% innan Evrópusambandsins, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Þetta eru betri hagvaxtartölur en greinendur höfðu reiknað með. Spáð hafði verið um 0,8% hagvexti á evrusvæðinu. Leiða má líkum að því að lækkandi olíuverð og veikara gengi krónunnar skýri fyrst og fremst að hagvöxturinn hafi verið umfram væntingar. Fjármálaskýrendur benda þó á að efnahagsbatinn sé enn afar brothættur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK