Vill að tekið verði hart á HSBC

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren.
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren. AFP

Banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn El­iza­beth War­ren vill að banda­rísk stjórn­völd taki hart á HSBC bank­an­um og íhugi jafn­vel að sækja bank­ann, sem og stjórn­end­ur hans, til saka fyr­ir að hafa aðstoðað viðskipta­vini sína við að skjóta fé und­an skatti.

Hún seg­ir að rík­is­valdið taki hart á þeim sem verða upp­vís­ir að því að brjóta lög­in. Hið sama ætti að gilda um vold­ug­ar fjár­mála­stofn­an­ir.

Hún hef­ur gagn­rýnt banda­rísk­ar fjár­mála­stofn­an­ir harðlega fyr­ir fram­göngu sína og bent á að all­ir ættu að vera jafn­ir fyr­ir lög­un­um. Al­menn­ir borg­ar­ar fari í fang­elsi fyr­ir að stela smá­pen­ing­um og það sama ætti að gilda um þá sem stela millj­örðum doll­ara.

Breski bank­inn HSBC birti í dag heilsíðu aug­lýs­ing­ar í nokkr­um dag­blöðum þar sem bank­inn biður af­sök­un­ar á því að úti­bú bank­ans hafi aðstoðað viðskipta­vini sína við skattsvik.

Í aug­lýs­ing­unni er að finna af­sök­un­ar­beiðni sem for­stjóri HSBC sam­stæðunn­ar, Stu­art Gulli­ver, rit­ar þar sem hann lýs­ir ný­leg­um fregn­um af skattsvik­um í Sviss sem sárs­auka­fullri reynslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK