Vinnumálastofnun skoðar Primera

„Málið er í skoðun og vinnslu hjá okkur,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is.

Stofnunin hefur tekið til skoðunar mál er varðar starfskjör grískra flugfreyja sem ráðnar voru til starfa hjá flugfélaginu Primera í gegnum starfsmannaleigu á Gu­erns­ey í Bretlandi. Alþýðusamband Íslands afhenti nýverið Vinnumálastofnun gögn sem sögð eru sýna fram á að flugfélagið brjóti á réttindum starfsmannanna.

„Við förum með framkvæmd laga um útsenda starfsmenn og það eru álitamál í kringum það sem þetta snertið,“ segir Gissur. Málið sé í hefðbundnu ferli. bréf hafi verið sent til Primera fyrir viku þar sem óskað hafi verið eftir gögnum frá félaginu. Til þess hafi það tvær vikur. „Við bíðum eftir svari og tökum svo næsta skerf í því ljósi.“

Frétt mbl.is: Geirneglir starfsemi Primera

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK