Mikil lækkun í grísku kauphöllinni

Fjármálaráðherra Griklands, Yanis Varoufakis
Fjármálaráðherra Griklands, Yanis Varoufakis AFP

Hlutabréfaverð hefur lækkað mikið í kauphöllinni í Aþenu í morgun en gríska hlutabréfavísitalan hefur lækkað um rúm 4% það sem af er degi.

Lækkunin er rakin til þess að ekki tókst að ná samkomulagi um nýtt samkomulag við gríska ríkið um skuldir landsins.
Hlutabréf grískra banka hafa lækkað um tæp 9% og álag á grísk ríkiskuldabréf hækkað.

Evran hefur veikst í dag eftir að viðræður um skuldir gríska ríkisins og lánveitenda þess runnu út í sandinn. Þetta þykir auka líkur á að Grikklandi verði vísað úr evru-samstarfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK