Tengja gerviverktöku við flugöryggi

Gerviverktaka í flugi er tengd öryggi í nýrri rannsókn.
Gerviverktaka í flugi er tengd öryggi í nýrri rannsókn. SAUL LOEB

Gervivertaka í flugi er tengd við flugöryggi með afdráttarlausum hætti í nýrri rannsókn um óhefðbundin ráðningarform sem sem unnin var á vegum háskólans í Ghent í Belgíu í samvinnu við fulltrúa frá samtökum stéttarfélaga og atvinnurekenda. Rannsóknin var kostuð af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 

Í skýrslunni kemur fram að fjórir af hverjum tíu flugmönnum undir þrítugu í Evrópu vinna sem gerviverktakar í gegnum starfsmannaleigu, án þess að vera með beint ráðningasamband við flugfélagið. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður alþjóðanefndar FÍA, sat ráðstefnu í París þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Hann segir gerviverktöku meðal ungra flugmanna vera algenga, og að aukast, vegna harðnandi samkeppni um atvinnutækifæri. Nýútskrifaðir flugmenn með há námslán á bakinu taki því sem bjóðist.

Treysta sér síður til ákvarðanatöku

Jóhannes segir það helst hafa komið sér á óvart hversu afdráttarlaust öryggið var tengt við verktökuna. Það sé nokkuð sem t.a.m. fulltrúar stéttarfélaga hafi haft grundsemdir um en í raun ekki þorað að tengja í umræðu með beinum hætti. 

Í skýrslunni er bent á að laun gervi-verktakaflugmanna séu oft tengd vinnuframlagi meira en eðlilegt geti talist og enginn veikindaréttur sé til staðar. Segir Jóhannes að þetta geti leitt til þess að flugmenn mæti frekar veikir til vinnu. Þá sýnir rannsóknin einnig að þessir flugmenn telja ólíklegra að þeir hafi það sjálfstæði í starfi sem þeir ættu að hafa til þess að taka mikilvægar ákvarðanir sem tengjast flugöryggi.

Bregðast þarf hratt við

Í skýrslunni segir þá ennfremur að hagsmunaaðilar þurfi að bregðast hratt við og flugfélög og flugáhafnir þurfi að taka alvarlega kröfur sem tengjast jafnri samkeppnisstöðu bæði milli fyrirtækja og starfsmanna. Þetta séu kröfur sem snúa að auknum sveigjanleika annars vegar og hins vegar að réttindum og kjörum starfsfólksins. Síðast en ekki síst séu það allra hagsmunir að flugöryggi verði ekki stefnt í voða vegna þess að lagaumhverfi, eftirfylgni og eftirlit eru ekki sem skyldi.

Primera til skoðunar

Í grein sem Jóhannes skrifar í fréttabréf FÍA kemur fram að forsvarsmaður frá ETF European Transport Federation workers, hafi sagt Primera Air vera rakið dæmi um það hvernig flugfélag stundar félagsleg undirboð innan Evrópu. Rætt var um hvernig Primera hefði flutt flugrekstrarleyfið sitt frá Íslandi til Danmerkur og nú síðast til Litháen. Mbl hef­ur greint frá því að ís­lensk­um starfs­mönn­um flug­fé­lags­ins Pri­mera hafi verið sagt upp störf­um en verktakar ráðnir inn í staðinn

Starfshættir Primera air eru til skoðunar bæði innan ETF og ECA, sem vinna í að vekja athygli á óeðlilegri starfsemi félagsins og er það gert bæði innan þeirra landa þar sem Primera staðsetur sínar vélar og eins á vettvangi Evrópusambandsins í Brussel. ETF eru regnhlífasamtök rúmlega 80 stéttarfélaga starfsmanna í fluggeira í Evrópu með samtals yfir 250 þúsund félagsmenn.

Starfshættir Primera air eru til skoðunar bæði innan ETF og …
Starfshættir Primera air eru til skoðunar bæði innan ETF og ECA.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK