Það getur reynst erfitt fyrir konur sem eru með fyrirtæki í rekstri að fá fjármögnun til að láta fyrirtæki sín vaxa.
Þetta kom fram á fundi um fjármögnun fyrirtækja kvenna sem FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu, hélt í fyrradag.
Stefanía Katrín Karlsdóttir, stofnandi og stjórnandi í Matorku ehf., sem var einn af frummælendum á fundinum, segir í Morgunblaðinu í dag, að það væri tiltölulega auðvelt að fá fjármagn í fyrstu skrefum í stofnun fyrirtækis en þegar þau ættu síðan að vaxa þá væri fjármögnun nánast ekki til.