Ekki hægt að koma á fundi við Apple

AFP

Forsætisráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf., þar sem óskað var eftir aðstoð við að koma á fundi milli félagsins og Apple Inc., hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess. Ráðuneytið taldi þó ekki unnt að verða við óskinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Í mars 2014 sendi fyrirtækið Skakkiturn ehf. tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc.  í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.
 
Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja  höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.

Tíðkast ekki að koma á slíkum fundum

Í tilkynningunni segir að forsætisráðherra sinni árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Ekki hafi hins vegar tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf.
 
„Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“
 
Þá segir að ráðuneytið vilji að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinni hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fái heimsóknir erlendis frá og kynni Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu.“

Byggja gagnaver í Danmörku

Líkt og fram hefur komið ætlar Apple ætl­ar að byggja tvö ný gagna­ver í Dan­mörku og Írlandi. Fjár­fest­ing­in nem­ur um 1,9 millj­arði doll­ara og munu hundruð nýrra starfa skapast í kjölfarið.

Ekki hefur tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til …
Ekki hefur tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja samkvæmt tilkynningu forsætisráðuneytisins. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK